This is an automated archive.

The original was posted on /r/iceland by /u/AutoModerator on 2023-08-14 08:01:03+00:00.


Heil og sæl öllsömul.

Við ákváðum að slá í einn mont þráð þar sem fólk getur sýnt hvað það er að brasa við, búa til eða endurblanda.

Varstu að búa til eitthvað svalt og vilt monta þig? Sýndu okkur Warhammer karlinn sem þú varst að mála, sýndu okkur flotta bragðið sem tókst loksins hjá þér í parkour, sigurmarkið í rocket league, pallinn sem þú smíðaðir, lagið sem þú lærðir á gítar eða hvað sem er sem þú vilt monta þig af.

Endilega að segja okkur frá hvernig gekk, hvað virkaði, hvað virkaði ekki, bransaráð eða efni sem þú vilt benda okkur á. Hver veit, kannski leynist einhver sem þekkir málið vel og getur hjálpað til með áframhaldið.

Reynum að halda gagnrýni á uppbyggilegri nótunum.